Auglýsing

Heimilistónar höfðu ekki hugmynd um dónalega „þýðingu“ á Kúst og fæjó á Portúgölsku

Smellurinn Kúst og fæjó með Heimilistónum hljómaði á sviðinu í Laugardalshöll í úrslitunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. Lagið er mikið heilalím og ófáir hafa brostið í söng við hin ýmsu tilefni undanfarnar vikur og byrjað að söngla viðlagið.

Á meðan keppnin stóð yfir í gær tóku einhverjir upp á því að fletta frasanum Kúst og fæjó upp á Google Translate og gengu sumir svo langt að reyna að laga framburðinn að portúgölsku enda fer lokakeppnin fram í Portúgal í vor.

Það sem kom úr þessum æfingumg kom óneitanlega á óvart og vakti nokkra athygli

Nútíminn hafði samband við Heimilistóna til að reyna að komast að því hvort um prakkarastrik hjá hljómsveitinni væri að ræða. Svo var ekki og þetta kom þeim mikið á óvart og fannst þeim þetta óneitanlega fyndið. „Við vissum svo sannarlega ekki af þessari þýðingu!“ segir í svari Heimilistóna til Nútímans.

Nokkuð ljóst að þessi titill okkar hefur ótal merkingar. Fólk getur í raun bara valið framburð eftir tilefni.

Þá er það komið á hreint. Kúst og fæjó!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing