Auglýsing

Heitur matur allan sólarhringinn í fyrsta kebab sjálfsalanum á Íslandi

Fyrsti kebab-sjálfsalinn opnaði fyrir helgi á Íslandi. Nú er hægt að fá heita máltíð á flugvellinum í Keflavík hvenær sem er sólarhrings.

Ma­ciek Strozynski, eig­andi Viking-Kebab, segir í sam­tali við Fréttablaðið að vel hafi gengið frá því að sjálf­salinn opnaði fyrir helgi. Hann fari um tvisvar á dag til að fylla á og að um sé að ræða fyrsta skipti sem gestir og starfs­menn flug­vallarins geti fengið heita mál­tíð hve­nær sem er sólar­hrings á flug­vellinum. Sjálfsalann bjó Maciek til sjálfur. Hann kostaði um 3,5 milljónir í byggingu og tók um 1 ár að gera sjálfsalann klárann.

„Kebab-bátarnir eru í kæli inni í vélinni og svo þegar pantaður er kebab þá fer hann í grill og er hitaður þar. Eftir fjórar mínútur þar færður svo heitan og fínan kebab-bát,“ segir Ma­ciek.

„Það er heitur matur allan sólar­hringinn. Eini staðurinn sem er opinn allan sólar­hringinn á flug­vellinum þar sem hægt er að fá heitan mat,“ bætir hann við

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing