Auglýsing

Hvers vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur?

Sársaukinn í hjartanu þegar sá, sú eða það heittelskaða yfirgefur okkur útskýrður á vísindalegan hátt: Ástarsorg minnir á fráhvarfseinkenni eiturlyfjaneytenda. Sprautufíklar sem geta ekki orðið sér úti um næsta skammt byrja að titra og skjálfa, þeim verður flökurt og þeir kasta upp. Í raun réttri er sársaukinn sem þeir finna fyrir ekki ýkja frábrugðinn sársaukanum sem getur gert vart við sig eftir að ástarsambandi er slitið.

Þetta er brot úr samantekt sem má finna á vef Lifandi vísinda.

Þegar við svo skyndilega erum án ástar og kærleiksríkrar meðhöndlunar upplifir líkaminn alvarleg fráhvarfseinkenni eftir öll ánægjuhormónin sem fylltu okkur svo mikilli hamingju áður. Unnt er að slá á fráhvarfseinkennin um stutta stund með t.d. súkkulaði, fylleríi eða skyndikynnum sem einnig geta leyst úr læðingi óxýtósín og dópamín.

Ástarsorg getur bitnað verr á unglingum en þeim sem eldri eru. Ástæðan er sú að heilar þeirra eru ekki fullmótaðir.


Ef marka má heilasérfræðinginn Dean Burnett stafar sársaukinn af völdum skipbrots í ástarsambandi af því að líkaminn og heilinn fá fráhvarfseinkenni, líkt og við á um fíkniefnaneytendur sem hætta neyslu skyndilega og finna öll fráhvarfseinkennin hellast yfir sig á einu bretti.

Á meðan við erum í (hamingjuríku) ástarsambandi finnum við stöðugt fyrir jákvæðum og gefandi tilfinningum sem leysa úr læðingi ógrynni ánægjuhormóna í líkingu við óxýtósín og dópamín.

Sérlegur hluti af gagnaugablaði heilans, mandlan sem á þátt í að gera okkur hrædd, er að sama skapi vanvirkari þegar við erum nálægt makanum.

Í stuttu máli sagt veit líkaminn ekkert betra en að vera ástfanginn og elskaður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing