Hráefni:
- 1-2 msk bragðlaus olía
- 450 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð kjúklingalæri, skorið í bita
- salt & pipar
- Sósan:
- 1 msk sojasósa
- 1 msk hrísgrjónaedik
- 1-2 tsk Sriracha sósa
- 2 msk tómatsósa
- 3 msk hunang
- 1 msk púðursykur
- 1 tsk sesamolía
- 1 msk rifinn hvítlaukur
- 1 tsk rifið engifer
- Til skrauts:
- ristuð sesamfræ
- 1-2 saxaðir vorlaukar
Aðferð:
1. Hitið 1 msk af olíu á pönnu. Steikið helminginn af kjúklingnum og kryddið hann til með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er farinn að brúnast á öllum hliðum er hann tekinn til hliðar og settur á disk eða fat. Steikið hinn helminginn af kjúklingnum á sama hátt.
2. Á meðan verið er að steikja kjúklinginn fara öll hráefnin fyrir sósuna saman í skál og þeim blandað vel saman.
3. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt sósunni og leyfið þessu að malla í 2-4 mín þar til sósan fer að þykkna. Toppið með sesamfræjum og söxuðum vorlauk.