Auglýsing

Lax í dásamlegri rjómasósu!

Hráefni:

  • 4-5 laxa bitar
  • 1 tsk hvítlaukssalt
  • 1 tsk svartur pipar
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 3 tsk olía af sólþurrkuðum tómötum

Rjómasósa:

  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
  • 2 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
  • 3 msk hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 dl grænmetissoð
  • 1-1/2 tsk dijon sinnep
  • 4-5 dl rjómi
  • 5 dl spínat, skorið gróft
  • 1/2-1 dl parmesanostur rifinn
  • 2 dl laukur, saxaður
  • basilika til skrauts

Aðferð:

1. Hellið olíunni af sólþurrkuðu tómötunum í skál.

2. Kryddið laxinn til með hvítlaukssalti, pipar og ítölsku kryddi. Hitið 3 tsk af olíu (af sólþurrkuðu tómötunum). Steikið laxinn í um 3 mín á hvorri hlið. Takið laxinn af pönnunni og leggið til hliðar.

3. Notið sömu pönnu og hitið 2 msk af olíu (af sólþurrkuðu tómötunum). Bætið hvítlauk, lauk og sólþurrkuðum tómötum á pönnuna og steikið í um 2 mín. Þá fer grænmetissoð saman við ásamt dijon sinnepi. Látið malla í um 3 mín.

4. Bætið rjómanum saman við í skömmtum og hrærið vel í á meðan. Næst fer spínat og parmesan ostur út í og allt blandað vel saman. Leyfið þessu að malla í um 3 mín. Færið þá laxinn aftur á pönnuna og notið skeið til þess að skófla sósunni yfir laxinn. Leyfið laxinum að hitna vel í gegn, toppið með basilikku (má sleppa) og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing