Lögreglan veitti manni á vespu eftirför í nótt frá Skeifunni og að Kringlunni því hann neitaði að stöðva ökutækið að beiðni lögreglu. Þetta kemur fram á vef Mbl.
Ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu, rann í hálku og datt. Ökumaðurinn var hjálmlaus og fékk sár á höfuðið og var honum ekið á Bráðadeild til aðhlynningar. Tekið var fram í dagbók lögreglu að maðurinn væri ekki unglingur heldur maður á fimmtugsaldri.
Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fjölda umferðarlagabrota til að mynda að aka tvisvar sinnum gegn rauðu ljósi, akstur gegn einstefnu, ekið eftir gangstéttum og göngustígum.
Ekki er vitað um eiganda hjólsins en hjólið er óskráð og ótryggt. Maðurinn var látinn laus að lokinni töku sýna og upplýsinga.