Auglýsing

Madonna lét aðdáendur bíða eftir sér

Tónleikaferðalag Madonnu, Madame X, hófst á þriðjudagskvöldið í Howard Gilman Óperuhúsinu í New York.

Madonna sem er ekki þekkt fyrir að vera stundvís lét tónleikagesti bíða eftir sér. Átti hún að mæta á svið kl 20.30 en mætti ekki fyrr en kl 22.30 eða 2 klukkustundum of seint.

„Ég er ekki hér til þess að vera vinsæl. Ég er hér til þess að vera frjáls.” sagði Madonna þegar hún mætti loksins á sviðið.

Stuttu eftir að tónleikunum lauk gátu tónleikagestir fengið útrás á samfélagsmiðlum. Fólk hefði sennilega gert það fyrr, en á Madame X tónleikaferðalaginu ríkir símabann þar sem allir gestir eru látnir afhenda síma sína við komuna í tónleikahúsið og fá þá afhenta aftur eftir tónleikana.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing