Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum!
fyndið
í gamla daga þurfti maður að setja puttana upp í kok til að æla en í dag er nóg að horfa á tinder laugina
tæknin maður
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) December 21, 2019
Ég fór í alveg sturlað jólaskap áðan þegar ég sá mann á barmi taugáfalls í rúmfatalagernum að öskra HVERSU OFT ER MAÐUR BÚINN AÐ ÞURFA HEYRA ÞETTA LAG þegar baggalúts jólalag fór í gang í búðinni
— María Björk (@baragrin) December 21, 2019
TinderLaugar spyrill að brjóta heilann við að semja spurningar. pic.twitter.com/RzoCZ811v3
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 21, 2019
Einn gaur að vinna með mér sem ég hélt alltaf að væri bara einhver boring normie. Nei nei, mæti ég einn daginn og hann bara í veeeel flippaðri jólapeysu. Ég náttúrulega GRENJAÐI úr hlátri og í dag erum við hevví góðir vinir
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) December 21, 2019
Helgarpabbalegustu innkaup sem ég hef nokkurn tímann gert pic.twitter.com/BfmMhdyi66
— Steingrímur (@Arason_) December 20, 2019
Besta video ársins. Takk fyrir að vera til @VilhelmNeto pic.twitter.com/vY51eCBw9k
— Sverrir Rolf Sander (@sverrirs) December 20, 2019
Samur er betra nafn á Sámsklónið en Samson. Sámur og Samur.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) December 22, 2019
Var að vinna í húsi þar sem kom nuddari einu sinni í mánuði og setti upp bekk á fatlaðraklósetti. A var að bíða í dágóða stund fyrir utan eftir nuddi þegar B (kona) kom út. A spyr hvort þetta hafi verið gott. B hikar en játar. A fer inn en þá er enginn nuddari, ruglaðist á dögum.
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) December 21, 2019
Ég þarf að fara á pósthús, núna rétt fyrir jól, að sækja gjöf sem ég pantaði handa manneskju sem ég er ekki lengur að hitta og ef það kemst ekki hátt á topplistann yfir glötuðustu jólamission í heimi þá veit ég ekki hvað.
En þúst, alltaf gaman að kíkja í Síðumúla— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 20, 2019
Ég ákvað aðeins að grínast í hundinum mínum áður en við fórum út áðan og sagði honum að þetta væri í síðasta skiptið sem hann fengi að kúka á árinu.
Hann: pic.twitter.com/pMJnfVGTKP
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 20, 2019
Hvort er betra að geyma avókadó í kæli eða leggja þau bara beint inn á húsnæðislánið sitt?
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 22, 2019
Mjög steikt að ég hugsi alltaf til Bubba þegar að ég drekk Pepsi Max núna! Er samt ekkert að veipa gras eða e-ð rugl…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 22, 2019
Var 5 ára þegar ég sagði mömmu að ég ætlaði að verða hjúkrunarkona.
Viðbrögðin voru
“Ojj, viltu sprauta fólk í rassinn?”Þar með var sá draumur búinn. SO á hjúkrunarfræðinga & foreldrar passið hvað þið segið þegar börnin ykkar tala um framtíðarplönin sín.
Kv.
High school dropout— Sunna JólaSveinsdóttir (@SunnaSveins) December 22, 2019
Hafði ekki hitt móður mína í 3,5 ár. Hef núna varið 3 dögum með henni af 25 og hún er nú þegar búin að gagnrýna hvernig ég el upp barnið mitt, klæði hana, þríf og gef að borða – allt yfirfærist á mig svo sem líka. Þvílík lukka að við búum alla jafna í sitthvorri heimsálfunni!
— Eva Pandora Baldursdóttir (@evapandorab) December 22, 2019
Hvort ætli Gylfi Sig og Alexandra hafi baaara fengið hvíta pakka eða endurpakkað þeim sem pössuðu ekki í litapalletuna? pic.twitter.com/Vi7iemd28u
— Vigdís DilJÁNEINEI (@vigdisdiljao) December 22, 2019
Einhvers staðar heyrði ég að konur framleiddu hormón eftir fæðingu sem lætur þær gleyma sársaukanum og því vilja konur gera þetta aftur.
Framleiðir maður semsagt þetta sama hormón eftir nám?
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) December 21, 2019
Ég vona að ég muni einhvern tíma upplifa eins sterkar tilfinningar í lífinu og formaður Húseigendafélagsins gerir þegar hann talar um skötu. pic.twitter.com/E6nF12L3bv
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 22, 2019