Auglýsing

Ný greining SI um könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja

Kosningafundur SI með forystufólki stjórnmálaflokkanna og ný greining SI um könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni Íslands. Samtökin efna því til samtals við forystufólk stjórnmálaflokkanna á opnum fundi í dag miðvikudaginn 8. september í Norðurljósum í Hörpu kl. 13.00-15.00.

SI hafa gefið út nýja greiningu um niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja þar sem meðal annars kemur fram að 98% þeirra vilja að næsta ríkisstjórn leggi mikla áherslu á stöðugleika í starfsumhverfi fyrirtækja.

Í upphafi nýs kjörtímabils verða teknar ákvarðanir sem ráða miklu um efnahagslega framtíð Íslands. Miklu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til umbóta á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samtök iðnaðarins hafa lagt fram 33 tillögur til umbóta (Idnthing-2021_skyrsla1.pdf (si.is)) og verða þær til umræðu auk þess sem kastljósinu verður beint að þeim tækifærum sem grípa þarf til að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins.

Dagskrá fundarins:

Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI

Samtal við forystufólk flokkanna – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra:

Flokkur fólksins – Inga Sæland

Framsóknarflokkur – Willum Þór Þórsson

Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Píratar – Björn Leví Gunnarsson

Samfylking – Kristrún Frostadóttir

Sjálfstæðisflokkur – Bjarni Benediktsson

Sósíalistaflokkurinn – Gunnar Smári Egilsson

VG – Katrín Jakobsdóttir

Viðreisn – Daði Már Kristófersson

Fundurinn er sendur út beint:

Kosningafundur SI from Harpa Reykjavik on Vimeo.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing