Auglýsing

Ofnbakað blómkál með chilli og lime – Frábært meðlæti með fisk!

Hráefni:

1 miðlungsstórt blómkálshöfuð skorið í bita

2 msk ólívuolía

1/4 tsk sjávarsalt

1 tsk chilliduft

1 tsk reykt paprika

1/2 tsk hvítlauksduft

1 vorlaukur skorinn smátt

2-3 lime sneiðar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Takið stóra skál og setjið í hana blómkálið ásamt olíu, salti, chillidufti, reyktri papriku og hvítlauksdufti. Blandið öllu vel saman og hellið þessu næst á ofnplötuna. Dreifið vel úr þessu yfir plötuna.

3. Bakið í um 20-30 mín eða þar til blómkálið tekur á sig fallega gylltan lit og er farið að mýkjast. Gott er að taka plötuna út þegar tíminn er hálfnaður og „róta“ aðeins í blómkálinu svo það bakist jafnt.

4. Þegar blómkálið er tilbúið er vorlauknum blandað saman við það ásamt lime safanum. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing