Auglýsing

Ólafur Darri og Jóhannes Haukur saman í nýrri Netflix þáttaröð

Stórleikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson munu báðir fara með hlutverk í þáttunum Cursed, á vegum streymisveitunnar Netflix.

Þáttaröðinni hefur verið lýst sem nýstárlegri þroskasögu en þættirnir eru byggðir á samnefndri myndasögu eftir Frank Miller og Tom Wheeler og er þar tekinn nýr snúningur á goðsögnina um Arthur konung.

Í þáttunum, sem verða tíu talsins, fer Jóhannes með hlutverk ískonungsins Cumber í þremur þáttum en mun Ólafi einungis bregða fyrir í einum þætti sem konungi að nafni Rugen.

Sebastian Armesto, úr þáttunum Broadchurch og Poldark, fer með aðalhlutverkið í þáttunum og sænski leikarinn Gustaf Skarsgard er þar einnig með stórt hlutverk. Reiknað er með að Cursed fari í loftið á næsta ári.

Þetta kom fram á vef DV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing