Auglýsing

Ólafur Elíasson gerði listaverk úr 180 tonnum af steinum

Array

Listamaðurinn Ólafur Elíasson opnaði nýlega sýninguna Riverbed á listasafninu Louisiana Museum of Modern Art í Danmörku. Sýningin er risavaxin og endurskapar læk sem Ólafur rakst á þegar hann var á göngu á Íslandi. Um 180 tonn af steinum voru fluttir frá suðurströnd Íslands til Danmerkur fyrir sýninguna.

„Vatnið frá bráðnandi jöklinum hafði yfirgefið gljúfrið. Maður gat nánast skynjað fjarveru vatnsins í stórkostlegu landslaginu,“ sagði Ólafur í samtali við vefútgáfu Wired. „Vatnið hafði tekið allt nema steinana með sér. Það var ekkert grass, engir fuglar og ekkert að borða.“

Gestir á sýningunni geta gengið um á steinunum og tekið þá upp. „Hundruðir koma á sýninguna á hverjum degi. Krakkar hlapa um og dansa í vatninu og gera litla steinapýramída,“ segir Ólafur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing