Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum og það er sannkölluð veisla á boðstólnum í dag.
Njótið kæru vinir.
Þegar eldri dóttir mín leit út um gluggann núna áðan og sá að það hafði snjóað heyrðist í henni „vá hvað það er mikill snjór“. Ég horfði á hana með vanþóknunarsvip og sagði við hana að hún hafi augljóslega ekki verið í Eyjafirði 1995.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) November 17, 2019
Ókunnugur maður: þú ert með mjög fallegt andlit og flottan persónuleika… prófaðu að fá þér hárgreiðslu sem hæfa hvorutveggja.
Ég: Gott að gagnrýna og flottur áratugur sem við lifum á… prófaðu að fá þér skoðanir sem hæfa hvorutveggja.
— Eygló (@Heyglo) November 17, 2019
“Mér finnst svo frábært að þú sért að fara út á lífið þrátt fyrir að vera á þessum aldri. Ég t.d. vinn á Grund og það er svo mikilvægt að þau haldi sér virkum…” https://t.co/7N4SHpf6ZM.
sagði stelpa á djamminu við mig í nótt.Brb, ætla að deyja úr aldurskomplexum
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) November 17, 2019
Dóttir mín (3 mánaða): ,,Pabbi, var ekki nógu mikill peningur nú þegar í Samherja fyrir Þorstein Má? Þurfti hann að svíkja fólkið í Namibíu líka ? Mér finnst þetta rosalega leiðinlegt.”
Bræddi gjörsamlega í mér hjartað
— Aron Elí Helgason (@heimsending) November 17, 2019
Af hverju eru aldrei dótadagar á vinnustöðum? Væri gaman að mæta með dótið sitt og sýna vinnufélögunum.
— byltINGA (@ingaausa) November 17, 2019
Út á landi lífið er skemmtilegt #þorpið pic.twitter.com/CS5DT3sUIe
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) November 16, 2019
Var í sundi áðan og það sagði ungur maður við kærustuna sína í pottinum að hann væri byrjaður að lyfta með úlnliðsvafninga og þegar hún spurði hvar hann keypti þá sagði hann mamma átti þá.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) November 16, 2019
Ég er með svo heavy make up í kvöld að ég ætla rétt að vona að ég verði trúlofuð í fyrramálið
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) November 16, 2019
Má bjóða þér að lesa hjá okkur á bókakvöldi fyrirtækisins? Jú, jú, við greiðum, greiðslan er ókeypis kynning fyrir þig. Við leggjum sérstaka áherslu á að bjóða ungum konum sem eru kannski ekki að fá að lesa mikið. Hversu margir? Sjö. Enn sem komið er. Kannski bætist við.
— Fríða Ísberg (@freezeberg) November 16, 2019
Nýr leikur:
Tíu glös, níu eru með bjór en eitt fullt af pissi, allir velja glas og þurfa að þambaLeikurinn heitir “Gula Hættan”
— Björn Leó (@Bjornleo) November 16, 2019
Hitti erlendan mann sem hefur búið hér í tvö ár og náð góðum tökum á íslensku.
Hann hélt ég væri að grínast þegar ég sagði tvöþúsund, sæmilega hægt og skýrt.
Í tvö ár hefur hann nefnilega, eðlilega, staðið í þeirri meiningu að talan heiti tvöúst. #daguríslenskrartungu— Auður Magndís (@amagndis) November 16, 2019
Mér tókst hið ómögulega – kláraði stauk af borðsalti. Reiknast til að hann hafi verið keyptur þegar ég byrjaði að búa á Stúdentagörðunum árið 2011.
— Klara (@Klodinz) November 16, 2019
það var ekki fyrr en ég var orðin 32 ára sem að vinur minn kom í heimsókn og var að hneykslast á bitlausum hnífunum sem ég á í eldhúsinu og sagði “þér vantar stál til þess að brýna þessa hnífa” sem að ég fattaði hvað lagið stál og hnífur er um í raun og veru
— Donna (@naglalakk) November 16, 2019
Því oftar sem ég hugsa um það þá hljóta 70min að vera mesta þrekvirki sem unnið hefur verið í Íslenskri sjónvarpssögu. Þáttur á hverjum virkum degi í 4ár, rúmlega 1000 þættir #aldreigleyma #tímamótatv
— Hugi Halldórsson (@hugihall) November 16, 2019
Nei, engar áhyggjur af mér. Ég fór ekki úr hálslið. pic.twitter.com/xv1hZ57GXB
— Hulda Vigdísar (@huldavist) November 16, 2019
Það er fínasta fólk að vinna með mér hjá Sýn…en besta starfsfólk landsins vinnur á fæðingardeild Landspítalans❤
— Auðunn Blöndal (@Auddib) November 16, 2019
ungu sjálfstæðismennirnir að læka tweet hvers annars til varnar samherja pic.twitter.com/A3PiEDxXi3
— Óskar Steinn ️ (@oskasteinn) November 16, 2019
Ég verð einhvern veginn enn linmæltari hérna fyrir norðan. Ég er bara „nei dakk, ég er með poga“
— Gunnar nokkur (@gunnare) November 16, 2019
Pabbi minn er að taka til í geymslunni og æska mín og bræðra minna (fyrstu skórnir o.fl.) er við það að vera látin fjúka, (er að reyna að hafa hemil á honum) en hver einasta skinna, og skrúfa sem hafa fallið til í gegnum árin og mörg skrúfjárn af sömu stærð/gerð eru heilög.
— Sunnfríður (@SunnaSveins) November 16, 2019
Getum við gert krónískan varaþurrk að sexí vetrartrendi?
— Júlíana Kristín (@julianaliborius) November 16, 2019
Nágranni minn fékk stúlku í heimsókn í nótt. Hann hefur verið að sýna henni eru hvað svaka spennó miðað við hrifningarópin hennar. Svo vöknuðu þau snemma og fóru að hlusta á teknó tónlist með morgunkaffinu. Notalegt þegar fólk finnur sér leiðir til að komast í gegnum skammdegið
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) November 16, 2019
Samt hvað heldur þetta fólk sem bíður eftir „hinni” hliðinni? að tveir namibískir ráðherrar hafi bara sagt af sér því Helga Seljan líkar svo illa við útgerðina?
— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 16, 2019
Kaffi: Lepja
Cappuchino: Hettumunkalepja
Latte: Sullulepja
Espresso: Kreistingur
Macchiato: Þeytilepjukreistingur#daguríslenskrartungu #nýyrði— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 16, 2019
Eitt sinn var ég í kæliklefa í Bónus á Granda að velta fyrir mér síðustu söludögum á jógúrt. Þegar ég leit upp sá ég Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og sagði: Hæ, manstu nokkuð hvaða mánaðardagur er í dag?“ „16. nóvember, dagur íslenskrar tungu” svaraði hún.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) November 16, 2019
Gaurar í dag:
Ég er ekki að leita mér af sambandi en ég er til í að kikja á 7.vikna fresti þegar hin gellan mín er upptekin.
En þú átt samt ekki að hitta neinn annan.— katrink (@katrin95) November 15, 2019
Hérna.. pabbi minn(51) er á tiktok. Hvern get ég hringt í? Lögregluna eða?
— Una Geirdís (@UnaGeirdis) November 15, 2019
Stundum (3x í viku) fer ég og hamast og svitna í 50-60 mín, gef allt mitt og meira til en kemst svo að því að ég var bara að brenna einum stórum bjór og rúmlega það. Djöfull er það ósanngjarnt.
— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) November 15, 2019
Það rann upp fyrir mér yfir #kappsmál kvöldsins að við þurfum að uppfæra skilgreininguna á orðinu “Flöskuskeyti”. Þetta er frábært orð yfir “drunk texting”. Við heyrum dæmi:
“Vá, ég hrundi svo hrikalega í það í gær að ég sendi fyrrverandi flöskuskeyti”.#kappsmal #ruv— Engilbert Aron (@engilbertaron) November 15, 2019
Mig langar næstum því út í kvöld.
Samt allar líkur á því að ég drekki bara rauðvín uppi í rúmi.
Þetta er fyrst og fremst spurning um að vera í buxum eða ekki.— Kött Grá Pje (@KottGraPje) November 15, 2019
Klukkan 8:00 í morgun kom samstarfsfélagi á kaffistofa
Hann: naunau hvernig hefur þú það?!
Ég: Skítsæmilegt svona
Hann: Já er það?
Ég: Já, hefði verið næs að sofa lengur samt
Hann: Hahaha flottur!*sé að hann er að tala í símann og ekki við mig*
Skammast mín enn núna kl 17:30
— Birgitta Sigursteins (@birgittasig) November 15, 2019
Er að fara út í happy hour eftir vinnu með nokkrum vinkonum mínum sem eiga börn og þær eru álíka gíraðar fyrir því að fá að fara út úr húsi með varalit í tvo klukkutíma og ég væri fyrir þriggja vikna dvöl á fimm stjörnu hóteli í Saint Barthélemy
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) November 15, 2019
Þegar þú drekkur óvart of mikið og mætir í vitlaust party pic.twitter.com/KXmr5yYOMh
— Siffi (@SiffiG) November 15, 2019