Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum og það er sannkölluð veisla á boðstólnum í dag.
Njótið kæru vinir.
Þeir sem halda að þetta sé eitthvað nýtt vandamál hjá @GummiBen , já það er það ekki. Það hefði mátt grípa inn fyrr og kenna honum að sitja. Ekki satt @logibergmann ? @SoliHolm við tökum þetta með honum á mánudag. Er það ekki? #föstudagskvöld #gummiben pic.twitter.com/LRhgpMjee6
— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) September 28, 2019
Fólk er að hringja svo obskjúr óskalög inn á Rás 2 núna að mér líður eins og ég sé að hlusta á plötubúðarsketsinn með Tvíhöfða
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) September 27, 2019
Eina sem er verra en barn sem ælir á sig, er barn sem þegar maður er að klæða það úr gubbuklæðunum ælir inn í peysuna þegar maður er að draga hana yfir haus þess.
Annars bara hress…#pabbatwitter— Ragnar Eythorsson (@raggiey) September 25, 2019
Kunningi póstaði lofi um einhverja ræðu hjá trömps, og kom meðal annars inn á þöggun og nauðsyn þess að taka umræðuna.
Ég skrifaði efnislegt svar í nokkrum liðum, reyndi að vera kurteis.
Hann unfriendaði mig.— Sveinbjörn (@sveinbjornp) September 25, 2019
Þetta Coolbet Fantasy er örugglega rosa skemmtilegt….verst að ég er ekki nógu vel gefinn til að skrá mig þar inn.
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) September 28, 2019
Ég hef nokkrum sinnum verið kominn ansi margar mínútur inn í samræður við konuna mína áður en ég fatta að hún sé steinsofandi.
Þá er hrikalega gaman að sjá hvað ég get snúið þessu upp í mikla vitleysu áður en hún rankar við sér.
— Jóhannes Proppé (@JohannesProppe) September 28, 2019
Get alveg séð húmorinn í því núna að hafa mætt áberandi seint á starfsmannafund, komið inn með látum og truflað fyrirlestur frá Framkvæmdastjóra banka. Í grímubúning. Mislas aðeins stemningu fyrir öskudegi og var Dexter. Allur í blóðslettum. Great
— Gunnar Már (@gunnare) September 24, 2019
mömmu finnst mjög mikilvægt að ég fylgist með því sem er að gerast á RÚV þó ég búi ekki á landinu lengur pic.twitter.com/QTSJqeFH1C
— bergrún ♀️ (@Bergrun) September 29, 2019
Það versta er að mér sýnist á gaurnum að þetta hafi verið besta pulsa mannkynssögunnar þar til ógæfan reið yfir. #RIPpulsa pic.twitter.com/LzWo4PP9HH
— Þorgils Jónsson (@gilsi) September 28, 2019
Fólkið í lárviðarlaufsbransanum er að gera eitthvað rangt. Ég keypti heilan poka af lárviðarlaufum fyrir 6 árum á svona 40 krónur. Ennþá fullt eftir í honum. Mun líklega aldrei þurfa annan poka af þessu. Þau þyrtftu að rukka svona 1500 kall per lauf ef þetta á að skila einhverju.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 28, 2019
9 ára dóttir mín fékk póst frá Árbæjarkirkju þar sem var verið að auglýsa barnastarf kirkjunnar. Hún las blaðið spjaldanna á milli, varð hrikalega undrandi og sagði svo:
„Ég veit nú ekki alveg af hverju Árbæjarkirkja er að bjóða MÉR starf!“
— Brynhildur Yrsa Valkyrja (@BrynhildurYrsa) September 28, 2019
Umsókn um starf ríkissáttasemjara.
Reynsla: ég á 3 ára dóttur.— Kristín Soffía (@KristinSoffia) September 28, 2019
Ég veit ekki hvað nýtt kortatímabil þýðir and at this point I’m too afraid to ask
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) September 28, 2019
Pabbi var að koma í vinnuna mína, á mótorhjóli, til að tilkynna mér að hann væri “bara á leiðinni í Byko að kaupa þéttikanta”
— (@Mariatweetar) September 28, 2019
Hverji eru bestir í bólinu?
-KR Í Frostaskjólinu.Hverjir eru bestir að sleikja píkur?
-Knattspyrnufélag Reykjavíkur.svona chant sem ég hef verið að þróa í gegnum árin, leggst misvel á fólkið í stúkunni
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) September 28, 2019
Sit með Blaz Roca á knæpu í Amager og hann er búinn að tala um FM957 sem FMBlönduós í tuttugu og fimm mínútur og ég hef aldrei verið betri pic.twitter.com/ZqxKUrlQPj
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) September 28, 2019
í vetur kom maður í heimsókn til mín útaf sottlu. ég bauð honum uppá kaffi en hann afþakkaði kurteyslega vegna þess að það var Nespresso og honum finnst það óumhverfisvænt og allskonar. eftir fundinn keyrði hann burt á nýlegum Discovery jeppa á nöglum. bara fínt
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 28, 2019
Afsakið mig þó ég vorkenni ykkur ekki neitt hvað þið eigið bágt yfir því að heita nöfnum sem komu fyrir í lagi með stuðmönnum eða stjórninni.
Kv; Gaukur laukur sparibaukur— Gaukur (@gaukuru) September 28, 2019
Vegna vinar var ég stödd á The Irishman í nótt (gamli Rósenberg). Þegar ég horfði í kringum mig undir væli trúbadorsins, og sá m.a. Sveppa og Audda, þá endurskoðaði ég allt líf mitt á fimm mínútum.
Ef vinir mínir fara ekki að taka betri ákvarðanir þá þarf ég að eignast nýja.
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) September 28, 2019
svæfði í leðurbuxum og þegar ég var að laumast fram brakaði svo í heimskulegu buxunum að barnið vaknaði aftur og þetta er það sem þau meina með orðinu tískuslys
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 27, 2019
Til hamingju kæri vinur. Fínn fyrsti þáttur. A mánudaginn förum við yfir hvernig á að setjast í stól. @GummiBen @SoliHolm pic.twitter.com/PRSGK7SfQU
— Logi Bergmann (@logibergmann) September 27, 2019