Það er komið að stórskemmtilegum Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum.
Er að fá mér morgunkaffi og heyri að nágrannastrákurinn sem er búinn að hlusta á teknó í alla nótt er að fara að sofa en virðist ekki vera með neina stúlku núna eins og vanalega um helgar ?
Ég er samt kannski farin að lifa mig full mikið inn í hans sigra og ósigra í þessum málum— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) February 1, 2020
Jæja Sólveig á Tinder. Viltu vinsamlegast gefa upp þitt númer þegar þú talar við stráka, ekki mitt takk. Annars hresst símtal úr Sandgerði. Vona að þið náið saman.
— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) February 1, 2020
Við erum rosalega meðvituð, umhverfissinnuð og siðferðislega framsækin fjölskylda. Þess vegna eru til sirka 90 fjölnota pokar á heimilinu sem fylla alla skápa og skúffur.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 1, 2020
Er á leið á eitthvað voða fínt Burn’s Supper góðgerðaball í kvöld svo ég ákvað að splæsa í að láta setja upp á mér hárið á stofu, í fyrsta skipti síðan ég fermdist. Hárgreiðslukonan rak óvart sléttujárnið í andlitið á mér, svo nú er ég með brunablöðru á gagnauganu. Vei.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 1, 2020
Til hvers er fólk að eyða tíma og pening í að mennta sig sem grafískir-hönnuðir þegar þetta er svona einfalt?#jáéggerðisjálfur pic.twitter.com/F2eO7RgApy
— Arnþór Pálsson (@ArnthorP) February 1, 2020
Framhaldsskólanemar: Gettu betur
Ritstjórar: Flettu betur
Sundfólk: Skvettu betur
Enskukennarar: Slettu betur
Klæðskerar: Brettu betur
Hlauparar: Sprettu betur
Lungnalæknar: Mettu betur— Linda Björk (@markusardottir) February 1, 2020
Jæja, þá er dóttir mín búin að læra að segja orðið sokkur, en ekki pabbi. Gott að vita sirka hvar maður stendur.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 1, 2020
Besta staðurinn til að útskýra fyrir tveggja ára barni hversvegna mamma sé á blæðingum og afhverju sumar konur eru með hár á píkunni er einmitt í smekkfullum sundklefanum
— assajons (@assajons) January 31, 2020
Tíminn flýgur. Þegar 71 árs tengdapabbi minn og 8 ára sonur eru að sjálfsafgreiða fulla körfu í Nettó. Þá stendur tíminn kyrr.
— Halldór Benjamín (@HalldorBenjamin) January 31, 2020
Andlit Michael Jackson á Íslandi @Auddib var að taka Jackson í beinni útsendingu og það var eins og Jackson sjálfur hafi verið þarna!! #allirgetadansað pic.twitter.com/bO0H5pZSeL
— Egill Einarsson (@EgillGillz) January 31, 2020
Ég tók úr þvottavélinni og sagði upp úr einnar konu hljóði „Það er alltaf svo spennandi að sjá hvort kúkablettirnir fóru úr“ og dagar lífs míns hafa opinbert lit sínum glatað.
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) January 31, 2020
Vinkona mín bað samstarfskonu að mæta fyrr á vakt en hún svaraði ekki fyrr en seint og um síðir og kvaðst ekki hafa litið á símann allan daginn vegna þess að hún er svo ástfangin. Þetta er geðveik afsökun ég ætla að nota hana ef ég verð ástfangin!
— Sigtún Karls (@Sigrunkarls) January 31, 2020
hvern hringiru í þegar þú nennir ekki ein í jóga? þú hringir í pic.twitter.com/P6ScYLgSEJ
— ? Donna ? (@naglalakk) January 31, 2020
Mamma mín er ófaglærð starfskona á leikskóla og því á leið í verkfall. Hvar er ég á siðleysisskalanum ef ég bið hana að passa fyrir mig eftir hádegi á þriðjudaginn?#verkfallsbrotið
— Son (@sonbarason) January 31, 2020
úff var á hi noodle áðan og það var bresk kona að tala við asísku afgreiðslukonuna:
„the asian people next to me liked it, if you can impress the asians with their own food its good“
svo henti hún bara í:
„is your family in china sick with the corona virus?“
— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) January 31, 2020
Á sólardögum á veturna verður mér ítrekað hugsað til bekkjarbróður míns í 2. bekk fyrir 30 árum sem stundi:
„Helvítis sólin skín í augun á mér“ og var umsvifalaust leiðréttur af kennaranum:
„þú átt að segja blessuð sólin skín í helvítis augun á mér“— Auður Magndís (@amagndis) January 31, 2020
Heyrt í strætóskýli fyrir utan Melaskóla.
1. Ómægat ég fékk 135.000 útborgað!
2. Uss ekki segja þetta svona hátt fólk mun vilja stela þessu af þér.
3. Hvað varstu að vinna bara öll kvöld eða?!
1. Ég veit ekki hvað ég á að gera við alla þessa peninga!— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) January 31, 2020
Sótti fjögurra ára hnoðran í leikskólann í gær og spurði hann hvað honum langaði að gera í dag.
H:“fara í píku“
É: „Ha, hvað segirðu?“
H: „FARA Í PÍKU!“
É: (ringluð) „uhh Ok, að gera hvað?“
H:“skoða vinnudót!“
É: Ahhh.. fara í BYKO!— Virk í Athugasemdum (@AsdisVirk) January 31, 2020
afhverju myndi kennarinn minn nokkurntímann bæta þessum emoji við?
fyrir vikið er hann ekkert að segja satt. hann er örugglega bara að borða kúlusúkk uppí rúmi og horfa á love island pic.twitter.com/Pl4EjEYmkL
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) January 31, 2020
Starfsmaður í mötuneytinu í vinnunni man ekki hvað ég heiti. Hún veit samt að ég er með mangóofnæmi þannig að hún kallar mig bara Mango Chutney. Sáttur við nýja viðurnefnið. ?
— Stefán Rafn (@StefanRafn) January 31, 2020
Hvaða saklausa sál var það sem ákvað að þetta væri besta orðið til að útskýra kvk lýsingarorð fyrir 8. bekk pic.twitter.com/EnkKk0BPmt
— Húmfreyr Sjókort? (@MichelFucko) January 31, 2020
Læknar eru skrítnir. Ég fór til læknis vegna verks í öxlinni. Hann sendi mig rannsókir og sendi mér svo póst daginn eftir:
Læknir: „Sæll,
Niðurstaðan er talsverður bursitis. Meðal tendinosa í supraspinatus.“.Ég: supercalifragilisticexpialidocious
— Bragi Þór (@bragibrella) January 30, 2020
Gamall maður í kvöldfréttum St2.
Fréttamaður: Hvað finnst þér um að fá ökuskírteini í símann?
Gamli: Mér finnst það alveg ómögulegt.
FM: Af hverju?
GM: Æ, ég hef bara ekkert spáð í það.Default stilling að vera á móti.
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) January 30, 2020
Í ljósi atburða dagsins minni ég á það að eftir að leigan á studiorýminu hjá okkur @logipedro101 og fleirum var hækkuð um 100% og við fórum út hefur rýmið staðið autt síðan —- Í. Fjögur. Ár. pic.twitter.com/FnlddvjmVa
— Hermigervill (@hermigervill) January 30, 2020
við höfum aldrei horft á Love Island en konan byrjaði á seríu 5 um daginn og ég var bara „looool ertu að djóka?“
daginn eftir horfði ég með henni á 6. þátt og 2 tímum seinna var ég bara „ertu að djóka með að Tommy hafi bara sagt þetta við Molly-Mae?!?“— Olé! (@olitje) January 30, 2020