Nú gefst fólki kostur á að hlaða batteríin í eftirsóttu verslunarrými þar sem ekkert er til sölu og ekkert kostar inn.
Bensínfélagið Orkan hefur tekið yfir eitt verslunarrýmið í Kringlunni þar sem markmiðið mun einungis vera að gefa fólki tækifæri á að jafna sig á öllu jólastressinu og innkaupunum, en í rýminu sem um ræðir er ekkert nema bleikt ljós og hljóðskúlptúr eftir Frank Hall.
„Okkur langaði mest til þess að geta slökkt á öllu áreitinu. Það er svo mikið áreiti í kringum jólin úr öllum áttum. En okkur langaði að geta búið til stað sem að tekur það allt saman út,“ segir Steinar Þór Ólafsson, markaðsstjóri Orkunnar.
Hér fyrir neðan má kíkja í rýmið sem verður opið fram að jólum.
Þetta kom fram á vef Mbl.