Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna, er í fyrsta sinn meðal þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.
Tekur hann stað Atla Heimis Sveinssonar sem lést á árinu.
Samkvæmt lögum um heiðurslaun listamanna geta þeir einir notið heiðurslauna sem varið hafa starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar „til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi.“
Heiðurslaun eru þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Full heiðurslaun eru veitt til sjötíu ára aldurs en 80 prósent eftir sjötugt.
Eftirtaldir munu njóta listamannalauna á næsta ári samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefndar.
Bubbi Morthens
Erró
Guðbergur Bergsson
Guðrún Ásmundsdóttir
Guðrún Helgadóttir
Gunnar Þórðarson
Hannes Pétursson
Hreinn Friðfinnsson
Jóhann Hjálmarsson
Jón Nordal
Jón Sigurbjörnsson
Jónas Ingimundarson
Kristbjörg Kjeld
Kristín Jóhannesdóttir
Magnús Pálsson
Matthías Johannessen
Megas
Ragnar Bjarnason
Steina Vasulka
Vigdís Grímsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
Þorbjörg Höskuldsdóttir
Þorgerður Ingólfsdóttir
Þráinn Bertelsson
Þuríður Pálsdóttir