Auglýsing

Ragnar yfirlæknir segir inflúensuna „aðal­veiruna“ í dag: „Okk­ar aðal­vinna núna er in­flú­ens­an“

Ragn­ar Grím­ur Bjarna­son, yf­ir­lækn­ir barna­lækn­inga á Land­spít­ala, segir inflúensuna vera orðið stærra vandamál en Covid-19 hér á landi. Fjöldi barna hefur lagst inn á Barnaspítala hringsins undanfarið og innlögnum vegna inflúensunnar fjölgar nú hratt.

Enn liggja þó mörg börn á Landspítalanum vegna Covid-19 og hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn með veiruna hafa þurft að leggjast á gjörgæslu. Þá lést tveggja ára stúlka, sýkt af Covid, á Þórshöfn fyrr í mánuðnum.

Ragnar Grímur segir það sem betur fer heyra til undantekninga að börn veikist alvarlega vegna kórónuveirunnar. „Flest börn eru ekki al­var­lega veik og þetta er bara eins og hver önn­ur flensa hjá flest­um. En það er ekki hægt að líta fram hjá því að þarna varð dauðsfall og það er bara mjög sorg­legt og hug­ur okk­ar er með aðstand­end­um,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið.

Á Landspítalanum segir Ragnar að inflúensan sé stærsta verkefnið núna. Hann seg­ir þó „aðal­veiruna“ í dag vera in­flú­ens­una og að jafn­vel hærra hlut­fall barna þurfi nú á inn­lögn að halda vegna henn­ar, sam­an­borið við Covid-19. „Það eru ansi marg­ir að leggj­ast inn út af ein­hverju öðru. Það er okk­ar aðal­vinna núna, það er in­flú­ens­an.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing