Auglýsing

Sævar Karl með listamannaspjall

Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin Málverk eftir Sævar Karl. Í tilefni þess verður Sævar Karl með listamannaspjall laugardaginn 28. september kl. 13-14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 Sævar Karl var lengi vel þekktur sem helsti klæðskeri þjóðarinnar en hann rak einnig gallerí um áratugaskeið og er sjálfur ötull málari. Á sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar eru glæný og nýleg verk unnin bæði hér á Íslandi og í München. Málverkin eru kraftmikil, litskrúðug og rík af orku og sköpunargleði. Innblásturinn fær Sævar Karl frá náttúrunni og eru sum verkin máluð utandyra. Hann er afkastamikill málari og hefur nú þegar á þessu ári sýnt um alla Evrópu t.d. í París, London og Berlín.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing