Salvör Gullbrá líkir veðrinu á Íslandi í sumar við að vera föst í helli og Lóa Björk byrjaði í uppistandi vegna þess að hún er í beef við Dóra DNA. Þær eru gestir í þættinum 2 fyrir 1 að þessu sinni sem Nútíminn framleiðir í samstarfi við Nova. Horfðu á þáttinn hér fyrir ofan.
Þátturinn var tekinn upp inni á Bragganum bistró í Nauthólsvík en allir þættirnir eru teknir upp inni á veitingastöðum sem bjóða viðskiptavinum Nova upp á tvo rétti á verði eins.
Lóa Björk og Salvör Gullbrá ræða meðal annars um HM í fótbolta, veðrið og grín í þættinum. Þær koma fram ásamt Rebeccu Scott Lord á uppistandskvöldi á Gauknum næstkomandi miðvikudagskvöld klukkan 20. Smelltu hér til að kaupa miða á Tix.is.
Ásamt Bragganum bistró bjóða eftirfarandi aðilar upp á 2 fyrir 1 í júlí: Sætir snúðar, Roadhouse, Jamie’s Italian, Smárabíó, Háskólabíó, Eldsmiðjan og Kaffitár. Sjá nánar og fleiri tilboð á nova.is/2f1 og í Nova-appinu.