Auglýsing

Segja sviðsetningu innrásar úr geimnum í vændum

Síðan í lok nóvember á síðasta ári hefur tilfellum fjölgað alveg gríðarlega þar sem venjulegt fólk segist verða vitni af fljúgandi furðuhlutum eða UFO. Ferlið sem virtist hefjast með dularfullum hnetti sem virtist bara svífa um á flugvellinum í Manchester varð svo að dularfullri atburðarrás í New Jersey í BNA sem ekki er útséð hvernig muni enda. Kvöld eftir kvöld hefur himininn verið fullur af því sem virtust í fyrstu líkjast risavöxnum drónum en svo smátt og smátt eru flýgildin farin að taka á sig aðra mynd. Myndefni af dularfullum hnöttum  eða “ORBS” eru farin að streyma um á bæði frétta og samfélagsmiðlum og virðist sem nýr veruleiki að eiga sér stað. Eitthvað sem þótti tabú eða aðeins eitthvað sem kæmi frá viltustu álhöttum er nú farið að streyma frá afar venjulegu fólki sem verður þeirri reynslu aðnjótandi að sjá fljúgandi furðuhluti sem þau botna ekkert í.

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Þvottahússins settust þeir niður kumpánarnir Gunnar Dan Wiium og Arnór Jónsson og ræddu í þaula málin sem snúa að þessari gríðarlegu aukningu meintra tilfella fljúgandi furðuhluta.

Furðuhlutirnir jafnvel sést á Íslandi

Flýgildin sem um ræðir komast upp með að sveima tímunum saman yfir verndaðri lofthelgi vatnsbóla, kjarnorkuvera, vopnageymsla og herstöðva án þess að stjórnvöld svo mikið sem lyfti fingri. Yfirvöld halda fréttamannafundi þar sem almenning er sagt að engin hætta stafi af þessum flýgildum en samt segjast þeir ekki hafa neina einustu hugmynd um hvaðan þau eru að koma, hvert þau eru að fara eða hvað þau eru að gera; eitthvað sem Gunnari og Arnóri finnast vægast sagt mjög dularfullt.

Ekki nóg með það að þessar sýnir virðast vera að dreifa sér um öll Bandaríkin, heldur eru fréttir að berast víðsvegar úr heiminum og meðal annars frá Íslandi. Strákarnir töluðu um og sýndu myndir og myndbönd sem tekin voru á austfjörðum í nóvember og desember sem sýna rauðar og bláar blikkandi stjörnur sem halda stöðu sinni í langan tíma áður en þær svo allt í einu hverfa. Einnig má sjá myndband frá Íslandi sem sýnt var í þættinum sem sýnir stjörnu sem líkist gervihnetti, nema hvað að bæði hraða- og stefnubreytingar eiga sér stað á mjög svo dularfullan hátt.

Elíta sem ætlar sér algjör heimsyfirráð

Í samhengi við þessa sveiflu sem Gunnar vill meina að sé vitundarforritun að hálfu djúpríkis ræða þeir um þá atburðarrás sem hófst árið 2017 þegar þremur myndböndum frá bandaríska hernum var lekið í New York Post. Pentagon staðfesti svo tveim árum seinna að um þeirra efni væri að ræða og þeir viðurkenndu fúslega að flýgildin sem kæmu þarna fram væru ekki bara af óþekktum uppruna heldur líka virtust sýna flughæfni sem engin mannlegur máttur væri fær um að útfæra. Síðan sumarið 2023 hafa svo verið haldnar 3 eiðsvarnar vitnaleiðslur á vegum bandaríska þingsins þar sem uppljóstrarar, sem allir hafa starfað á vegum bandarísku leyniþjónustunar og hersins, hafa komið fram undir nafni og talað opinskátt um mál sem líkist einhverju sem dregið er úr vísindaskáldsögu.

Gunnar vill meina að ákveðin endurforritunin sé hafin sem snúi að lokatrompi hinnar fámennu elítu sem starfi í skuggum og ætli sér algjör heimsyfirráð með sviðssetningu innrásar utan úr geimnum. Hann vill meina að þetta ferli sé búið að vera í undibúning í áratugi og nú þegar maðurinn standi á barmi kjarnorkustyrjaldar sé tímasetningin ákjósanleg fyrir djúpríkið að láta til skara skríða.

Það áhugaverðasta sem komið hefur fram frá upphafi fljúgandi furðuhluta

Gunnar og Arnór töluðu talsvert um skilaboð Dr. Steven Greer sem er menntaður bráðalæknir en hefur helgað sig þessum málaflokki í rúma þrjá áratugi. Dr. Steven Greer vill meina að ákveðnir einstaklingar innan þessa djúpríkis hafi fengið sig full sadda á þessu leynimakki og muni koma fram undir nafni í kringum miðjan janúar með allar þær upplysingar sem liggja fyrir í von um að þessi vægðarlausa sviðssetning nái ekki fram að keyra. Ef spár hans reynast réttar eru líkur á því að fram komi upplýsingar um tækni sem gerir okkur kleift að draga rafmagn úr andrúmsloftinu og þannig hafa ótakmarkaðan aðgang að óþrjótandi- og ókeypis orkulind; eitthvað sem orkufyrirtæki og ríkjandi valdhafar eru sjálfsagt mjög uggandi yfir.

Niðustaða Gunnars og Arnórs í viðtalinu var að leyfa viku eða tíu dögum að líða og taka svo upp þráðinn aftur í öðrum þætti og sjá hvort staðhæfingar Greer hafi raungerst auk þess að mál tengd Roswell atvikinu, Pheonix lights og að sjálfsögðu atburðarrás Roberts Lazar verði tekin fyrir fyrir, en saga Robert Lazar er að Gunnars mati eitt það áhugaverðasta sem komið hefur fram frá upphafi í heimi fljúgandi furðuhluta.

Þennan áhugaverða og brautryðjandi þátt má heyra hér á spilaranum fyrir neðan:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing