Auglýsing

Sex hópar sem vinna hjá ríkinu sem hafa fengið ríflegar launahækkanir undanfarið

Laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, hækkuðu um rúm 20 prósent á síðasta ári. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Launin hækkuðu skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði til stjórnar Hörpu.

Fleiri ríkisstarfsmenn hafa fengið ríflegar launahækkanir undanfarið. Nútíminn rifjaði upp nokkur nærtæk dæmi.

 

Laun Alþingsmanna

Kjararáð hækkaði þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent, um 338.254 krónur á mánuði, í lok árs 2016. Á einu ári hækkuðu laun Alþingismanna þrisvar sinnum, um alls 70 prósent.

Laun biskups og presta

Kjararáð hækkaði laun biskups og presta í desember á síðasta ári. Laun biskups hækkuðu um 21 prósent og eru eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði.

Laun útvarpsstjóra

Laun Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra hækkuðu um 16 prósent á síðasta ári, úr um það bil 1.550.000 í 1.800.000 krónur. Þá hækkuðu laun stjórnarmanna RÚV um 21 prósent.

Laun forstjóra Landsvirkjunar

Laun stjórnarmanna og forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45 prósent á síðasta ári. Laun forstjóra fóru úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir á mánuði.

Laun Kjararáðs

Og síðast en ekki síst: Laun Kjararáðs hækkuðu um 7,3 prósent í fyrra.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing