Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks Baltasarssonar, Beast, var frumsýnd á dögunum og í gærkvöldi í Laugarásbíói en sýningar á myndinni hér á landi hefjast í næstu viku. Tóku Íslendingar bíóinu fagnandi í troðfullum sal við mikið húllumhæ, eins og ber að geta hér að neðan. Ljósmyndirnar tók Óttar Geirsson.
Idris Elba fer með aðalhlutverkið í myndinni og leikur mann sem nýlega hefur misst konu sína. Hann ferðast um S-Afríku ásamt tveimur unglingsdætrum sínum en þegar blóðþyrst ljón byrja að elta þau uppi breytist ferðalagið í baráttu upp á líf og dauða. Með önnur hlutverk fara Iyana Halley, Leah Sava Jeffries og Sharlto Copley.