Auglýsing

Sjö köngulær með rauðum bletti hafa fundist síðustu vikur

Athygli vakti þegar á Vísir birti 22. nóvember síðastliðinn frétt um könguló sem gjarnan gengur undir heitinu Svarta ekkjan. Hún hafði fylgt vínberjapoka, sem keyptur var í matvöruverslun í Garðabæ, inn á heimili þar í bæ. Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt Svartar ekkjur, enda fara af þeim hryllingssögur.

Sjö manns hafa sett sig í sam­band við Náttúru­fræði­stofnun Ís­lands á undan­förnum vikum eftir að hafa fundið köngu­lær með rauðum bletti í vín­berja­klösum.

Ein þeirra  reyndist vera ekkjukönguló eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd Krúnukönguló (Phidippus audax).

Ekki er ástæða til að óttast þessar frænkur. Tilneyddar geta þær bitið með sterkum kjálkum sínum  en afleiðingarnar verða varla verri en smávægilegur sviði og roði sem gengur fljótt yfir.

Þetta kom fram á vef Náttúrufræðistofnunar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing