Auglýsing

Skelfilegt myndband sem sýnir þegar átta barna móðir kastast úr hringekju

Ógnvekjandi myndband sem sýnir augnablikið þegar Khadra Ali, átta barna móðir kastast úr tæki sem kallast Xcelerator í ferðatívolí í Yiewsley í London.

Slík ferðatívolí eru orðin alræmd fyrir að vera óörugg vegna þess hversu erfitt er að fylgjast með því að viðhaldi sé sinnt og að öryggiskröfur séu uppfylltar.

Ali slasaðist illa er hún kastaðist úr tækinu en samkvæmt Daily mail margbeinbrotnaði hún. Þar á meðal brotnaði mjaðmagrind, nokkur rifbein, bæði viðbein og lífbein.

Hún þurfti að dvelja á spítala í fjóra mánuði vegna meiðsla sinna en því er lýst að hún hafi reynt að kalla á hjálp og halda sér fastri þegar öryggisbúnaður hennar gaf sig. Enginn sinnti hjálparbeiðni hennar og tækið jók hraðann þar til hún gat ekki lengur haldið sér með fyrrgreindum afleiðingum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing