Spádómssvínið Markús hinn dularfulli hefur spáð rétt fyrir um alla leiki Englands á HM í Rússlandi. Vinsælt er að fá dýr til að spá fyrir um úrslit leikja á stórmótum, og margir sem muna eftir kolkrabbanum Páli, en skiptar skoðanir eru á spádómsgetu þeirra.
Markús hefur ekki haft rangt fyrir sér hingað til en hann hefur komið í morgunþáttinn This Morning á sjónvarpsstöðinni ITV fyrir alla leiki Englands á mótinu og spáði rétt fyrir um úrslit leikjanna í hvert einasta skipti.
Hann spáir hávísindalega fyrir um leikina með því að velja sér epli til að borða sem eru annað hvort merk fána Englands eða andstæðingsins.
Markús kom fyrst í þáttinn fyrir fyrsta leik Englands á mótinu þar sem England vann túnis með tveimur mörkum gegn einu. Hann spáði Englandi sigrinum eftir nokkuð langa töf enda er hann spádómssvín en ekki vant sjónvarpssvín
Markús var síðan í beinni frá svínastíunni sinni í Derby þegar hann spáði stórsigri Englendinga á Panömum
Well it's a decisive England win prediction from Mystic Marcus the Psychic Pig! ? #ENGPAN pic.twitter.com/qJyXaDg2wY
— This Morning (@thismorning) June 22, 2018
Þegar kom að leik Englendinga og Belga spáði Markús Belgum sigri sem reyndist vera rétt kynnum þáttarins og eiganda Markúsar til lítillar gleði
Mystic Marcus the Psychic Pig has been right for us twice in a row now, but will his prediction for tonight's England vs Belgium game be correct too? ? #WorldCup #ENGBEL pic.twitter.com/vEvFXWCRcC
— This Morning (@thismorning) June 28, 2018
Markús var mættur aftur í stúdíóið fyrir leik Englands og Kólumbíu og eftir að hafa kúkað á gólfið og tekið dramakast borðaði hann ensku eplin en England vann eftir spennuþrunginn leik og vítaspyrnukeppni
Einhverjir áhorfendur voru tortryggnir og sökuðu ITV um að svindla en hafa síðan dregið ásakanir sínar til baka
I would like to apologise for suggesting ITV’s This Morning faked their psychic pig which predicted an England win. Very embarrassing to have ever doubted it. https://t.co/J6EzmHtgn3
— Jim Waterson (@jimwaterson) July 3, 2018
Það er sennilega bara best að trúa Markúsi því hann hefur alltaf rétt fyrir sér
Believe. The. Psychic. Pig. #ENGCOL pic.twitter.com/Y4qYRWHmmS
— Scott Bryan (@scottygb) July 3, 2018
Það á eftir að koma í ljós hvort Markús ætli að spá fyrir um leik Englands og Svíþjóðar í 8 liða úrslitum en hann fer fram á laugardaginn.