Öll höfum við fundið fyrir kvíða. Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir við ákveðnar aðstæður. Kvíðaröskun er eitthvað sem margir eru að eiga við á einhverjum tímapunkti í lífi sínu og getur það hent hvern sem er og þá eru stjörnurnar ekki undanskildar.
Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa verið með kvíða og gefa góð ráð.
Kristen Stewart, þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum eins og Twilight og Snow White and the Huntsman, fékk kvíðaköst og magaverki þegar hún var yngri. Nú segir hún að hún sé vaxin upp úr einkennunum, en hefur samt áhyggjur af því að þau gætu snúið aftur hvenær sem er. „Ég vona augljóslega að allt sem er að gerast núna gangi upp og ég er fullviss um að lífið sé gott og það verður allt í lagi með mig hvað sem gerist. Á augnablikum þegar það lífið er „þungskýjað“ og ég er þreytt og finnst ég ekki geta tekið þátt í því hversu gott lífið er, þá eru þessar tilfinningar tímabundnar. Ég held að ég sé nokkuð góð í að vera hamingjusöm,“ sagði Kristen í samtali við Elle árið 2016.
Kristen Bell, sem er þekktust fyrir aðalhlutverk sitt í Veronica Mars, á sér fjölskyldusögu um serótónínójafnvægi og hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sem þjáist af kvíða og þunglyndi. Leikkonan leyndi baráttu sinni fyrstu 15 ár ferils síns en hefur nýlega tjáð sig um að taka lyf við þunglyndi, sem hún hefur gert síðan hún var ung. „Ég tek þau enn í dag og skammast mín ekki fyrir það, því mamma hafði alltaf sagt við mig: „Ef þú byrjar að finna fyrir þessu, talaðu þá við lækninn þinn og talaðu við sálfræðing, og fáðu þá hjálp sem þú þarft,““ sagði Kristen í viðtalsþættinum Off Camera, árið 2016.
Demi Lovato hóf feril sinn á Disney Channel en er nú þekktust fyrir tónlist sína. Söngkonan, sem skráði sig inn á meðferðarstofnun árið 2011, hefur verið opinská um baráttu sína við fíkniefnaneyslu, átröskun, kvíða og þunglyndi. „Ég held að því meira sem fólk tjáir sig um það sem það er að ganga í gegnum – reynslu sína eða einfaldlega kynnir sér málin vel og veit hvað það er að tala um, muni það vera lykillinn af því að opna umræðuna um geðsjúkdóma og auka skilning almennings. Í dag er skortur á samúð með fólki sem er með geðsjúkdóma og margir eru dómharðir. Þegar fólk áttar sig á því að hver sem er getur átt við geðsjúkdóm að stríða þá held ég að þeir verði skilningsríkari í garð þeirra sem eru að takast á við þá,“ sagði Demi í Huffington Post árið 2015.
Lady Gaga, sem meðal annars er þekkt fyrir poppsmelli sína „Bad Romance“ og „Poker Face“, segist hafa þjáðst af kvíða og þunglyndi allt sitt líf. Söngkonan stofnaði Born This Way Foundation til að hjálpa aðdáendum sínum að takast á við eigin geðheilsuvandamál. Í fyrirlestri við Yale háskóla árið 2015 talaði hún um hvernig hún hóf að breyta ákvarðanatökum sínum til að sigrast á neikvæðum tilfinningum. „Ég byrjaði að segja nei. Ég geri það ekki. Ég vil ekki gera það. Ég er ekki að fara í þessa myndatöku, ég er ekki að fara á þennan viðburð, ég set nafn mitt ekki við eitthvað sem ég er ekki sammála. Og hægt en örugglega mundi ég hver ég er. Svo ferðu heim, og lítur í spegil, og þú hugsar: „Já. Ég get farið að sofa með þér á hverju kvöldi.“ Vegna þess að þessi manneskja er einhver sem ég þekki.“
Adele er þekktust fyrir kraftmikla söngrödd sína og stóra smelli eins og „Someone Like You“ og „Hello“. Söngkonan sagði samt við Rolling Stone árið 2011 að hún hafi fengið kvíðaköst og jafnvel kastað upp áður en hún steig á svið. „Ég held að ekkert hafi farið hræðilega úrskeiðis. Einnig, þegar ég verð kvíðin, reyni ég að segja brandara. Það virkar.“