Auglýsing

Strangir skilmálar í Costco-klúbbum: Meðlimir klæðist skyrtum og skóm og bannað að vera með byssu

Array

Skilmálar sem viðskiptavinir stórverslunarinnar Costco á Íslandi kvitta undir eru ansi strangir, allavega ef miðað er við aðra stórmarkaði á Íslandi. Samkvæmt þeim þurfa meðlimir að klæðast skyrtu og skóm og það er sérstaklega tekið fram að bannað sé að koma með skotvopn inn í vöruhúsið.

Verslun Costco verður einstök hér á landi. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir en ársaðild einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari.

Steve Pappas, varaforstjóri Costco í Evrópu, sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að viðtökur Íslendinga hafi verið einstaklega uppörvandi.
„Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi,“ sagði hann.

Viðskiptavinir þurfa að samþykkja skilmála sem fylla heilt A4 blað. Ásamt því að þurfa að klæðast skyrtu og skóm og skilja skotvopn eftir heima eru hvorki reykingar né rafrettur leyfðar í vöruhúsum Costco.

Meðlimir mega aðeins taka tvo gesti með sér inn í vöruhúsið en þeir eru sérstaklega hvattir til að taka börnin sín með. Aðeins lögreglumenn mega koma með skotvopn inn í vöruhús Costco samkvæmt skilmálunum og dýr eru ekki leyfð nema þess sé krafist samkvæmt lögum sem eiga við.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing