Auglýsing

Þetta skal hafa í huga á háværum tónleikum

Háværir tónleikar geta skilið eftir sig suð í eyranu. Afleiðingarnar eru þó langtum, langtum verri en „eingöngu“ eyrnasuð (Tinnitus).

Takið nú vel eftir.

Hvinur í eyra eftir mjög háværa rokktónleika getur verið til marks um að eyrað hafi skaddast. Hér er að sjálfsögðu átt við heyrnarskerðingu.

Árið 2017 þjáðust um 13 prósent allra Dana , þ.e. um hálf milljón manns, af sjúkdómnum „eyrnasuði“ (tinnitus). Þetta kom í ljós í víðtækri rannsókn þar í landi og kemur fram í ítarlegri umfjöllun á vef Lifandi vísinda.

Þetta svaraði til 1,6 prósentu aukningar frá árinu 2010. Langflestir þeirra sem þjáðust af eyrnasuði voru eldri karlmenn.

Í Svíþjóð eru sambærilegar tölur enn hærri. Þar er talið að eyrnasuð hrjái um 15% þjóðarinnar. Þetta samsvarar hálfri annarri milljón manns. Á Íslandi er hlutfallið mjög svipað en hér er talið að á bilinu 10-20% allra þjáist af eyrnasuði. Svipaða tíðni er að finna í Bretlandi og ýmsum Evrópulöndum.

Ráðlegt er að taka því alvarlega að heyra suð í eyranu. Því það er ekki „bara“ þetta skyndilega leiðindahljóð sem er vandamálið. Aðalvandinn er nefnilega fólginn í afleiðingunum sem lýsa sér í skertri heyrn og sjúkdómnum eyrnasuði.

Einungis þriðjungur þeirra sem þjáist af eyrnasuði finnur ekki fyrir neinum öðrum fylgikvillum.

Hinir tveir þriðju þjást af þunglyndi, kvíða, einbeitingar- og svefnörðugleikum, hljóðnæmni og kjálkaspennu. Þetta kom í ljós í viðamikilli breskri rannsókn sem gerð var við háskólann í Nottingham árið 2016.

Kuðungur eyrans er með kuðungslögun, líkt og heitið gefur til kynna. Innan í kuðungnum er að finna þúsundir hárfrumna í seigfljótandi vökva. Þar sem kuðungurinn mjókkar stöðugt í átt að miðjunni eru ólíkar hárfrumur örvaðar í samræmi við tíðni hljóðsins.

Hreyfingar hárfrumnanna breytast að lokum í rafboð sem send eru með heyrnartauginni áfram til heilans. Eftir háværa tónleika er hætt við að margar þessara hárfrumna séu í slíkum mæli oförvaðar að þær haldi áfram að senda boð til heilans, jafnvel eftir að tónlistin hættir.

Það eru þessi merki sem við heyrum sem hvin í eyranu. Yfirleitt hættir hljóðið eftir svolitla stund. Þeir sem hlusta ítrekað á háværa tónlist eða eru oft í miklum hávaða eiga það á hættu að hvinurinn verði viðvarandi. Þetta er það verulega óþægilega ástand sem kallast „eyrnasuð“.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing