Þorsteinn Bachmann fer með átta hlutverk í söngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar hefur sett á svið í Samkomuhúsinu.
„Ég leik alla fullorðnu karlmennina í verkinu, alls átta hlutverk með 14 innkomum. Þetta eru mestmegnis höfuðandstæðingar ungmennanna í verkinu sem eru að uppgötva kynhvötina og umbreytinguna frá því að vera barn til þess að verða fullvaxta einstaklingur í samfélagi trúarlegra, hugmyndafræðilegra og menningarlegra hafta.
Leikverkið Vorið vaknar eftir Frank Wedekind var frumflutt 1891 og olli að mörgu leyti straumhvörfum fyrir framsækna nálgun og djörf efnistök. Söngleikurinn er byggður á þessu verki en tónlist og söngur endurspegla tilfinninguna fyrir þessu tímabili á nútímalegan máta,“ segir Þorsteinn í viðtali við Fréttablaðið
Þorsteinn hefur nýtt tímann vel fyrir norðan.
„Ég hef flogið eða ekið suður til að vera með fjölskyldunni flestar helgar og var vitaskuld þar yfir jól og áramót. Þess utan hef ég verið að sinna mínum hugðarefnum og vinnu við margvíslegt. Ég þýddi meðal annars heila óperu hér fyrir norðan, skrifaði viðskiptaáætlun um stjörnuspekiforrit, las fjölmörg kvikmynda- og sjónvarpshandrit og sitthvað fleira.“
Hér má lesa viðtalið við Þorstein í heild sinni.