Hluthafaspjallið | Ásta Fjeldsted gestur í Hluthafaspjallinu

Hluthafaspjallið

Það eru fjörugar umræður í nýjasta þætti Hluthafaspjallsins hjá ritstjórunum Sigurði Má Jónssyni og Jóni G. Haukssyni. Þeir ræða um kaup Skeljar Jóns Ásgeirs á 10% hlutnum í Sýn, tollastríðinu vestanhafs og áhrifin á íslenska hlutabréfamarkaðinn, ákall Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til ríkisstjórnarinnar um að auka ekki álögur á ferðaþjónustunni en Bogi hefur nefnt að hættan liggi í því að verið sé að kasta krónunni en hirða aurinn. Þá fá þeir Ástu Fjeldsted, forstjóra Festi, í heimsókn til sín og óhætt að segja að Ásta fari á kostum í spjalli sínu við þá félaga.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -