Arnar Þór
Sveinulf Vågene, MSc í jarðfræði með bakgrunn í olíuiðnaðinum sem jarðeðlisfræðingur. Síðustu 13 ár hefur hann rannsakað vindmyllugarða og hefur miðlað upplýsingum um umhverfis-, félags-, efnahags- og heilsufarsleg áhrif þeirra — ekki síst upplýsingum sem þróunaraðilar og fjárfestar kjósa að þegja um. Hann hefur haldið erindi á alþjóðlegum ráðstefnum, m.a. um rannsóknir sínar á hljóðmengun af völdum vindmylla og er nú orkuráðgjafi hjá Motvind Norge. Hann mun m.a. tala um hvað Íslendingar geta lært af Norðmönnum á þessu svið en reynslan frá Noregi sýnir hvernig hagsmunir fjárfesta hafa haft forgang fram yfir sjálfbærni og verndun náttúrunnar.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift
- Auglýsing -