Spjallið með Frosta Logasyni
Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Ísteka er það íslenska líftæknifyrirtæki sem vinnur með blóð úr fylfullum hryssum og framleiðir úr því virkt lyfjaefni sem notað er í búfénað erlendis. Mikil umræða hefur verið um blóðmerahald undanfarið og bændur sakaðir um gróft dýraníð í því samhengi. Arnþór segir þessa umræðu á miklum villigötum og fullyrðir í raun að þau hross sem nýtt eru í þessari búgrein séu mun betur haldin en flest önnur húsdýr.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift
- Auglýsing -