Spjallið með Frosta Logasyni
Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann lýsir hér af einlægni þeirri upplifun þegar hann fór frá hápunkti ferils síns niður í að missa bæði mannorð sitt og lífsviðurværi á örfáum örlagaríkum dögum á maí 2021. Sölvi fékk það hlutskipti að verða fyrstur í langri röð manna sem fengu að kenna á stjórnlausri bylgju sem reið yfir samfélagið þegar aðgerðarsinnar náðu að sannfæra þjóðina um að réttarríkið væri úrelt fyrirbæri og að taka þyrfti aftur upp aðferðir bannfæringa og útskúfana í anda myrkra miðalda. Hann lýsir því hvernig þessi lífreynsla fékk hann til að kafa inn á við, iðka sjálfsrannsókn og nýta þessa upplifun til að verða að betri manni. Áhrifaríkt viðtal sem allir þurfa að sjá.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift