S02E21 | Karlmennska getur aldrei verið eitruð

Spjallið með Frosta Logasyni

Gunnar Dan Wiium er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er smiður, hlaðvarpsstjórnandi og pistlahöfundur og ræðir í þessu viðtali vítt og breitt um samfélagsmál eins og þau blasa við honum. Eins og til dæmis karlmennsku, testesterón og breytingarskeið karla en hann upplifir þá umræðu oft á tíðum á miklum villigötum sér í lagi þegar hún er á forsendum kynjafræðinga og femínista. Þriðja vaktin. Uppeldi barna og misvísandi skilaboð úr skólakerfinu sem hann segir foreldra þurfa að hafa hugrekki til að tjá sig um og jafnvel stundum tala gegn ef þannig ber undir. Einnig ræðir Gunnar um edrúmennsku, 12 sporakerfi og að lokum hugvíkkandi efni sem hann segir að hafi haft mikil og jákvæð áhrif á sig persónulega þó hann vilji ekki hvetja aðra til að nota þau. Mjög áhugavert spjall sem við mælum eindregið með.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -