S02E22 | Gagnrýnir Náttúruhamfaratryggingar harðlega

Spjallið með Frosta Logasyni

Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð Náttúruhamfaratryggingu Íslands og verkfræðistofanna sem unnið hafa að ástandskoðunum húsa í Grindavík að undanförnu. Hann segir matsmenn og skýrslur þeirra vanmeta gríðarlega þau tjón sem um er að ræða og mæli með lausnum sem séu í besta falli hræðilegt fúsk eða yfirklór sem hæfi á engan hátt því ástandi sem húsin eru mörg hver í. Hann vill að sérstök rannsóknarnefnd verði fengin til að fara yfir ferlið og þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í þessu mikilvæga máli.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -