S02E62 | Varð fyrir árás No Borders meðlima

Spjallið með Frosta Logasyni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún ræðir hér um sínar áherslur í stjórnmálum, ríkisstjórnarsamstarfið sem nú er sprungið og komandi kosningar. Áslaug segir frá því þegar hún sem þáverandi dómsmálaráðherra varð fyrir árás mótmælanda vegna breytinga sem hún vann þá að í útlendingamálum. Hún var þá hrakin út af kaffihúsi af meðlimi No Borders samtakanna sem hrækti á hana og öskraði. Þá var einnig mótmælt fyrir utan heimili hennar, hrópað var að henni úti á götum og segir hún ríkisútvarpið hafa tekið fullan þátt í að klína á hana útlendingaandúð og öðrum ógeðfelldum merkimiðum.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -