S03E01 | Bréf til Benjamíns

Spjallið með Frosta Logasyni

Eygló Guðmundsdóttir, sálfræðingur, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Eygló er þriggja barna móðir en yngsti sonur hennar, Benjamín Nökkvi Björnsson, greindist með mjög illvígt ungbarnakrabbamein þegar hann var aðeins 9 vikna gamall. Fyrir tveggja ára aldur var hann búinn að fara í beinmergsskipti í tvígang sem á endanum leiddi til þess að hann varð laus við meinið en fljótlega upp úr því fór að bera á öðrum lífshættulegum sjúkdóm sem herjaði á lungu hans. Líf Benjamíns var þess vegna mikið markað af veikindum en hann fór samt í gegnum það allt með bros á vör og glaður. Benjamín lést einungis 12 ára gamall en hann skilur eftir sig endalaust af fallegum minningum hjá öllum þeim sem honum kynntust. Eygló er um þessar mundir að leggja lokahönd á bók sem hún hefur skrifað um líf Benjamíns og allt þetta ferli sem fjölskylda hans fór í gegnum í þessu margra ára veikindaferli og safnar hún fyrir útgáfu bókarinnar inn á hópfjármögnunarsíðunni Karolinafund.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -