Spjallið með Frosta Logasyni
Sara María Júlíudóttir, sálarmeðferðarfræðingur með sérþekkingu á hugvíkkandi efnum, er nýjasti gestu Spjallsins með Frosta Logasyni. Sara er ein þeirra sem telur að framtíð geðlækninga sé falin í notkun hugvíkkandi efna í formi meðferða og undir eftirliti og stjórn fagaðila. Hún hefur sjálf mikla reynslu af slíkum meðferðum en hana langar að sjá Ísland verða leiðandi í rannsóknum á gagnsemi hugvíkkandi efna í geðlækningaskyni. Sara hélt stóra alþjóðlega ráðstefnu um hugvíkkandi efni fyrir tveimur árum, sem þótti gríðarlega vel heppnuð, og nú ætlar hún að endurtaka leikinn í Hörpu í lok febrúar. Þar hafa boðað komu sína mörg af stærstu nöfnum þessara fræða á heimsvísu og ljóst að áhugamenn um hugvíkkandi efni mega alls ekki láta þennan viðburð framhjá sér fara.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift