S03E05 | Um verndun og öryggi kvenna

Spjallið með Frosta Logasyni

Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka samkynhneigðra, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Eldur hefur verið kærður fyrir tjáningu sína um svokölluð trans-málefni. Hann segist í raun vona að gefin verði út ákæra í málinu því hann telur mikilvægt að dómstólar skeri úr um hvort tjáningu hans, meðal annars um að karlar geti ekki fætt börn, megi flokka sem hatursorðræðu. Eldur hefur lengi talað fyrir því að íslensk lög um kynrænt sjálfræði verði endurskoðuð þar sem hann telur þau ógna öryggi kvenna, meðal annars vegna þess að samkvæmt þeim geti hver sem er skilgreint sig sem konu og þannig hlotið aðgang að einkarýmum þeirra.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -