Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Grindavík mun byggjast upp að nýju og að fólk muni vilja snúa aftur til síns heima. En þangað til það gerist vill hann að óvissu Grindvíkinga sé eytt með aðkomu fjármálastofnanna, seðlabanka og stjórnvalda. Vilhjálmur vill þannig að Grindvíkingum sé gert kleyft að kaupa fasteignir á höfuborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum fyrir útborgun og afborgunum á lægri vöxtum en nú er boðið upp á. Þá vonast hann til að fyrirtæki fái að hefja starfsemi á ný sem fyrst jafnvel þó íbúar fái ekki að búa strax á svæðinu. Margt áhugavert sem fram kemur í þessu viðtali.
- Auglýsing -