Auglýsing

11 ára stúlka stungin til bana í Hollandi – Rangt farið með þjóðerni árásarmannsins

Hollenska lögregla hefur handtekið 29 ára mann eftir banvæna hnífstunguárás á 11 ára gamla stúlku í borginni Nieuwegein síðdegis á laugardag.

Maðurinn var handtekinn í garði nærri vettvangi glæpsins en árrásin átti sér stað á Anemoonstraat en lögreglan lokaði nokkrum götum til að hefja rannsókn.

Enn er ekki vitað hvort fórnarlambið og árásarmaðurinn þekktust en lögreglan hefur kallað eftir vitnum í málinu.

Stúlkan bjó ekki á götunni þar sem hún var ráðist á en hún átti heima í hverfinu samkvæmt heimildum hollenska dagblaðsins De Telegraaf en samkvæmt heimildum blaðsins höfðu íbúar í hverfinu lengi haft áhyggjur af hegðun mannsins og höfðu þrjár kvartanir borist lögreglu vegna hans.

Var ekki Sýrlendingur

Á sunnudag staðfesti lögreglan að maðurinn væri með hollenskt og marokkóskt ríkisfang, en ekki sýrlenskt, eins og áður hafði verið greint frá í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Stúlkan hafði fagnað afmæli sínu á föstudeginum, eða deginum áður, að sögn nágranna.

Lögreglan sagði í útvarpsviðtali við Met het Oog op Morgen að um hefði getað verið að ræða handahófskennda árás.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing