Líklega eru fáar þjóðir sem elska strandir jafn mikið eins og við Íslendingar. Tenerife stendur alltaf fyrir sínu og það gerir Benidorm líka, en þessar 14 strandir er ekki hægt að bera saman við neitt!
Skrýtna glerströndin í Kaliforníu.
Glerströndin við Fort Bragg, Koliforníu varð til á undarlegan hátt eftir að íbúar hentu þangað rusli í mörg ár en öldurnar og sjórinn breyttu ruslinu í „sand“. Í dag er löngu búið að banna það að henda rusli en ströndin lítur enn svona út og er fallegri en nokkru sinni.
Týnda ströndin í Marieta, Mexíkó.
Sagt er að ströndin hafi orðið til við sprengjuæfingar hersins á níunda áratugnum. Sama hvað þá værum vð alveg til í að fara þangað!
Stjörnuströndin á Maldíveyjum
Örsmá plöntusvif í sjónum lýsa í myrki þegar öldurnar örva þau svo ströndin lítur út eins og stjörnubelti á himninum… VÁ
Dómkirkjuströndin í Ribadeo, Spáni.
Ströndin er nefnd eftir klettunum sem hafa orðið fyrir barðinu á öldum og brimi í þúsundir ára og tekið á sig mynd kirkju.
Bleiki sandurinn á Bahamaeyjum.
Brot úr bleikum kóralrifjum hefur skolað upp á land með árunum, sem gerir það að verkum að þessi bleika strönd fyrirfinnst á Bahamas.
Maho ströndin við flugvöllinn í Saint Martin.
Já svona er þetta í alvörunni! Flugvöllur er rétt ofan í ströndinni og er því oft eins og flugvélarnar ætli að lenda á ströndinni!
Drekaeggin á Koekohe ströndinni á Nýja Sjálandi
Sandurinn er líka grænn á Papakōlea ströndinni, Hawaii.
Græni sandurinn formast úr steinefnum og leifum úr eldfjöllum sem umbreytast á mörgum árum í briminu.
Risaþrepin á Írlandi
Punaluu ströndin á Hawaii
Skrítið að fara á hvíta, græna og svarta strönd á Hawaii!
Rauði sandurinn á Rabida, Galapagos
Enn önnur ströndin formuð eftir eldgos og kóralrif sem skolað hefur á land.
Skeljaströndin á Shark Bay, Ástralíu.
Vatnið við skeljaströndina í Ástralíu er svo salt að skelfiskarnir geta æxlast uppi á landi án þess að vera í stöðugri hættu frá þeim sjávarlífverum sem ofar eru í fæðukeðjunni.