Það eru eflaust margir að glíma við timburmenn eftir skemmtilegar helgar, en það eru til leiðir til að draga verulega úr einkennum timburmanna.
Hér eru nokkur góð ráð:
1. Haltu þér vökvuðum/aðri
Áfengi er vatnslosandi og veldur ofþornun sem er það sem veldur mörgum einkennum timburmanna. Drekktu mikið vatn yfir daginn og drykki með elektrólýtum (kókosvatn eða íþróttadrykkir) geta hjálpað til við að endurheimta steinefni.
2. Borðaðu næringarríkan morgunmat
Áfengi getur lækkað blóðsykur og matur hjálpar til við að koma honum í jafnvægi og veitir líkamanum nauðsynlega næringu. Veldu milda og auðmeltanlega fæðu eins og ristað brauð, egg, banana eða hafragraut. Forðastu feitan eða mjög olíukenndan mat því það gæti látið þér verða enn meira illt í maganum.
3. Endurheimtu týnd næringarefni
Áfengi eyðir vítamínum og steinefnum eins og B-vítamínum, magnesíum og kalíum svo það er gott að borða mat sem innihledur þessi næringarefni. Má þar nefna t.d. banana, avokadó, spínat og egg, en svo er líka hægt að taka fjölvítamín.
4. Hvíldu þig vel
Áfengi getur truflað svefngæði þín, sem lætur þig vera þreyttan og slappan, svo þú ættir að gefa þér tíma til að jafna þig. Taktu því rólega og taktu þér smá blund þó þú náir ekki djúpum svefn.
5. Notaðu verkjalyf, en ekki hvað sem er
Verkjalyf eins og íbúprófen eða aspirín geta dregið úr höfuðverk og vöðvaverkjum. Það er samt gott að forðast Parasetamól og Panodil þar sem það er álag á lifrina þegar því er blandað við áfengið sem er í blóðinu.
6. Drekktu engifer- eða piparmyntute
Engifer hjálpar gegn ógleði og piparmynta róar pirraðan maga. Búðu þér til ferskt te og sötraðu það hægt. Jurtate getur einnig haldið þér vel vökvuðum/vökvaðri.
7. Farðu í sturtu
Sturta getur gert þig ferskari og bætt blóðrásina. Kældu og hitaðu vatnið í sturtunni á víxl til að fá meiri orku.
8. Ekki fá þér afréttara
Að drekka meira áfengi gæti tímabundið linað einkenni timburmanna en það getur lengt bataferlið og gert ofþornun verri. Haltu þig við vatn og vökvaríka drykki.
9. Drekktu súpu eða soð
Súpur, sérstaklega með saltríku soði, geta hjálpað til við að endurheimta elektrólýta og vökva líkamann. Kjúklinga- eða grænmetissoð er milt fyrir magann og veitir næringu.
Auka ráð:
Drekktu áfengi í hófi, borðaðu áður en þú drekkur og skiptu á milli áfengis og vatns til að draga úr einkennum timburmanna. Forðastu sykraða kokteila eða dökk vín, þar sem þau innihalda efnasambönd sem gera timburmenn verri.