Auglýsing

Afgani ók bíl inn mannfjölda í mótmælagöngu í Munchen – Tugir slasaðir

Bíl var ekið inn í mótmælagöngu verkalýðsfélagsins Ver.di í miðborg München í morgun og að minnsta kosti 20 manns slösuðust.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru tveir þeirra alvarlega slasaðir.

Slökkviliðsmaður á vettvangi sagði blaðamanni SPIEGEL að óvíst væri hversu margir væru í lífshættu. Engar upplýsingar liggja enn fyrir um möguleg dauðsföll.

Atvikið átti sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma við Stiglmaierplatz í Munchen þar sem 2.500 þátttakendur voru skráðir í mótmælin.

Samkvæmt talsmanni Ver.di Bayern ók bifreiðin, hvítur Mini Cooper, beint inn í mótmælagönguna.
„Hvort þetta var slys eða viljaverk, vitum við ekki enn,“ sagði talsmaður félagsins við SPIEGEL.

Lögreglan hefur ekki gefið út neinar upplýsingar um gang mála eða hvað hafi valdið atvikinu.

Börn meðal hinna slösuðu

Borgarstjóri München, Dieter Reiter, sagði í yfirlýsingu að meðal hinna slösuðu væru börn.
„Ég er í miklu uppnámi,“ sagði hann. „Hugur minn er hjá hinum slösuðu.“

Reiter bætti við að hann væri í nánu samráði við lögreglustjórann og á leiðinni á vettvang til að fá frekari upplýsingar.

24 ára Afgani handtekinn

Samkvæmt heimildum SPIEGEL var ökumaðurinn 24 ára karlmaður frá Afganistan. Lögreglan handtók hann á staðnum og sagði hann ekki lengur stafa ógn af almenningi.

„Við höfum engar vísbendingar um að önnur hætta steðji að borgarbúum,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Engar upplýsingar hafa komið fram um mögulega samverkamenn.

Lögreglan hefur girt af stórt svæði í kringum vettvanginn og notað dróna til að afla frekari gagna um atvikið.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing