Allir kannast við að þora ekki að eyða forritinu sem fylgdi með nýju tölvunni eða sjá auglýsingu um hvernig þetta forrit getur hjálpað þér að bæta hraðann í tölvunni þinni eða passað upp á öryggi hennar.
Þetta er sérstaklega algengt hjá eldra fólki og öðrum sem eru ekki sérlega fær á tölvur.
Þú setur inn hvert forritið á fætur öðru og öll eiga þau það sameiginlegt að eiga að gera vélina betri en í staðinn tekur það tíu mínútur fyrir tölvuna að ræsa sig og hún vinnur á hraða sem ekki einu sinni íslenska ríkið myndi sætta sig við.
Af hverju hægja slík forrit á tölvunni?
Það sem getur gerst er að forritin ræsa sig öll með vélinni og eru alltaf að vinna í bakgrunni, jafnvel þegar þeirra er ekki óskað.
Ásamt þessu geta þau hægt á nethraða eða jafnvel safnað gögnum um þig.
Youtube rásin JayzTwoCents er með milljónir áskrifenda en hann sérhæfir sig í að aðstoða fólk með leiðir til að passa upp á öryggi á netinu.
Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.