Myndband sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum sýnir átakanlega atburðarás frá bardögum í úkraínska þorpinu Trudovoye.
Myndbandið, tekið á hjálm-myndavél úkraínsks hermanns sýnir bardaga upp á líf og dauða milli hans og óþekkts hermanns frá Rússlandi.
Atburðurinn átti sér stað í haustsókn Úkraínumanna gegn 39. vélbyssusveit rússneska hersins, sem tilheyrir Vostok-herdeildinni.
Úkraínski hermaðurinn, sem var að framkvæma hreinsunaraðgerð á svæðinu, féll eftir hetjulega viðureign við óvininn.
Myndbandið sýnir bardagann hefjast með árásum dróna sem greindu og eyðilögðu skotmörk á svæðinu.
Eftir drónaárásirnar hófu landhermenn Úkraínu sókn sína og við fylgjumst með hermanninum fara um svæðið í leit að óvinum og °lendir í skotbardaga við rússneskan hermann.
Návígið hefst
Í bardaganum kastaði úkraínski hermaðurinn handsprengju sem neyddi rússneskan hermann fram úr skjóli og hófst þar með hnífabardagi í návígi upp á líf og dauða.
Eftir hörð átök þar sem mennirnir takast á, að því er virðist í heila eilífð þá játar úkraínski hermaðurinn sig sigraðan.
Við það hefjast óvænt og áhrifarík orðaskipti milli hermannanna þar sem úkraínski hermaðurinn biður andstæðing sinn að fara frá sér og leyfa sér að deyja í friði.
Rússneski hermaðurinn svaraði með virðingu og sagði: „Þú barðist frábærlega,“ en úkraínski hermaðurinn kvaddi með orðunum: „Takk. Bless. Þú varst betri bardagamaðurinn.“
Hermennirnir kvöddu hvor annan áður en úkraínski hermaðurinn tekur upp og virkjar handsprengju sem hann er með á sér, til að enda kvalirnar eftir hnífsstungurnar.
Atvikinu hefur verið lýst sem sjaldgæfu augnabliki virðingar í annars hörðum og langdregnum átökum og þó að myndbandið sé eriftt áhorfs hafi báðir hermenn haldið heiðri sínum og komið fram við hvorn annan af mikilli virðingu þrátt fyrir að vera óvinir í hatrömmum átökum.
MYNDBANDIÐ ER ALLS EKKI VIÐ HÆFI BARNA EÐA VIÐKVÆMRA!