Auglýsing

Banaslys á Sæbraut er bifreið var ekið á gangandi vegfaranda – Skilningslausir ökumenn reiðir yfir töfum

 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir frá því að banaslys hafi orðið í nótt á Sæbrautinni er bifreið var ekið á gangandi vegafaranda sem var á gangi yfir götuna.

Tilkynning barst þó ekki fyrr en rúmlega 10 mínútum eftir að slysið átti sér stað og mættu viðbragðsaðilar umsvifalaust á vettvang en vegfarandinn var þegar látinn.

Lokað var fyrir umferð á vettvangi eins og venja er þegar svo alvarlegt slys á sér stað en að sögn lögreglu mætti það litlum skilningi annarra vegfarenda.

Lögregla segist ýmsu vön í þessum efnum en framkoma sumra á vettvangi í nótt þyki „dapurleg svo ekki sé meira sagt“ og biður lögregla fólk að taka slíkt sérstaklega til umhugsunar.

Nauðsynlegt sé fyrir lögregluna að loka svæðinu af við svo alvarleg slys og fólk verður að sýna slíku skilning.

Ef einhver varð vitni að slysinu eða getur gefið upplýsingar um það er viðkomandi beðinn að hafa samband í síma 444-1000 eða á abending@lrh.is.

Tilkynning lögreglunnar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing