Eflaust kannast ekki margir við nafnið Aariah Indica Lindudóttur en það er nafnið sem Aaron Ísak Berry gengur nú undir.
Aaron Ísak var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum ásamt því að hafa barnaníðsefni í fórum sínum en slapp við fangelsi þrátt fyrir að vera dæmdur sekur.
Ástæða þess að Aaron slapp við fangelsisdóm er sú að hann var talinn það langt á eftir í þroska og geðræn heilsa hans talin vera svo slæm að refsing myndi ekki hjálpa honum.
Í staðinn var Aaroni gert skylt að vera undir eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landspítalans á Kleppi sem og meðferð sálfræðinga.
Mætti einsamall á æskuslýðsstarf
DV segir svo frá því í mars lok mars 2022 að Aaron hafi mætt án eftirlits í kvöldstarf Hins Hússins en hafi verið rekinn þaðan því hann var þar án eftirlits.
Mörgum foreldrum hafi verið brugðið vegna þessa enda einstaklingar í mjög viðkvæmri stöðu sem sækja slíkt starf en það eru meðal annars fötluð ungmenni og unglingar.
Fannst foreldrunum það rangt bæði vegna sinna barna en einnig gagnvart Aaroni sjálfum en hann er með sögu um einhverfu og kvíðaröskun frá barnæsku.
Þar að auki segir í frétt DV að hann sé tornæmur og glími auk þess við átröskun.
Virðist kominn í kynleiðréttingarferli
Nútíminn fékk ábendingu um að Aaron Ísak væri nú byrjaður að kalla sig Aariah og hefði gengist undir einhverjar aðgerðir, í það minnsta brjóstaígræðslu.
Nútíminn sendi fyrirspurn á Arriah Indica en svar hefur ekki borist ennþá en það verður birt þegar og ef það berst.
En þrátt fyrir að Aaron Ísak hafi á sínum tíma verið metinn svo langt á eftir í þroska og með einhverfu að hann gæti ekki farið í fangelsi eins og segir í frétt DV, þá virðist það ekki hafa hindra aðgang í aðgerðir tengdar kynleiðréttingarferli.
Samkvæmt heimildum þá reyndar gekkst Aariah undir í það minnsta einhverja aðgerð í Bandaríkjunum en ekki hefur fengist staðfest ennþá hvaða aðgerð það var eða hvort einhver aðgerð hafi átt sér stað á Íslandi.
Slíkt hlýtur þó að teljast stór áfellisdómur yfir kerfinu í heild.
Ekki hefur fengist staðfest hvort geðmat átti sér stað fyrir aðgerð og hvort það hafi þá farið fram erlendis eða á Íslandi.
Skilaboð í Beautytips
Nútíminn fékk send skilaboð þar sem ónefndur meðlimur í hópnum Beauty tips á Facebook er að auglýsa eftir aðila sem kallar sig Aría og hét áður Aaron Ísak, en erindið ku hafa verið vegna þess að Aariah hafi verið að „reyna við“ fyrrverandi kærasta, sem samkvæmt heimildum er undir lögaldri.
Í hópnum ‚Verndum Börnin‘ á Facebook er svo varað við Arriah, áður Aaroni sérstaklega og tekið fram að hann skilgreini sig sem stelpu í dag.
Ef Aariah svarar fyrirspurnum Nútímans verða þau birt umsvifalaust.