Auglýsing

Dæmdur sekur fyrir kynferðislega áreitni vegna kossinns fræga á HM

Fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, hefur verið fundinn sekur um kynferðislega áreitni eftir að hafa kysst knattspyrnukonuna Jenni Hermoso án samþykkis eftir úrslitaleik Heimsmeistaramóts kvenna árið 2023.

Hæstiréttur Spánar dæmdi Rubiales til að greiða sekt upp á meira en 10.000 evrur (um 8.274 pund) en sýknaði hann af ásökunum um þvingun til kynferðislegra athafna.

Saksóknarar höfðu krafist fangelsisdóms yfir honum.

Hermoso er markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi og sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei samþykkt kossinn og að atvikið hefði skyggt á einn hamingjusamasta dag lífs hennar.

Rubiales neitaði áökununum og hélt því fram að kossinn hefði verið með samþykki beggja og hluti af fögnuðinum í „hita augnabliksins.“

Kossamálið varð að alþjóðlegu hneykslismáli sem skyggði á fyrsta heimsmeistaratitil kvennalandsliðs Spánar og varð baráttumál spænskra kvenkyns leikmanna gegn kynjamisrétti í fótboltanum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing